Fréttir
Kjarasamningur samþykktur
Nýtt samkomulag IÞÍ og Sambands íslenskra sveitarfélaga
Niðurstöður atkvæðagreiðslu um breytingar og framlengingu á kjarasamningi Iðjuþjálfafélags Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga með gildistíma frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024 eru á þann veg að samkomulagið var samþykkt af félagsfólki IÞÍ.
Kosning hófst 15. maí og lauk 19. maí. Á kjörskrá voru 81 félagar, alls 37 greiddu atkvæði eða 45,68%. Já, ég samþykki sögðu 89,19%, nei ég samþykki ekki sögðu 10,81%. Samningurinn skoðast því samþykktur.