Fréttir

Kjarasamningur við Reykjavíkuborg undirritaður

10.1.2025

Reykjavíkurborg og Iðjuþjálfafélag Íslands hafa undirritað samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi aðila með gildistíma frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028. Samningurinn verður kynntur félagsfólki á kjörskrá í næstu viku og hafa þeir iðjuþjálfar fengið tölvupóst þar að lútandi. Atkvæðagreiðsla um samninginn verður haldin í kjölfarið.