Kjaraviðræður halda áfram
Kjaraviðræður Iðjuþjálfafélags Íslands (IÞÍ) og viðsemjenda á opinberum vinnumarkaði það er ríkis, Reykjavíkur og sveitarfélaga hafa nú staðið yfir um nokkurt skeið. IÞÍ gekk til viðræðna í samstarfi með öðrum aðildarfélögum innan BHM. Strax í vor var ljóst að staðan er þröng og svigrúmið lítið af hálfu launagreiðenda. Í stuttu máli er stéttarfélögunum boðið það sem samið var um á almennum vinnumarkaði fyrr á árinu. Í daglegu tali kallað „merki“ markaðarins. Aðildarfélög BHM hafa endurtekið bent á það að háskólamenntað fólk hefur setið eftir í launaþróun, eiginlega allt frá hruni 2008. Krónutöluhækkanir síðustu ára hafa skekkt þær launatöflur sem miðað er við. Þetta viljum við fá leiðrétt þó það verði í skrefum. Á vefsíðu BHM má finna greinar og pistla sem styðja við okkar málflutning, sjá hér: https://www.bhm.is/um-bhm/efst-a-baugi
Góðu fréttirnar eru þær að samningafundir eru haldnir oft í viku og samtalið heldur áfram. Trúnaðarmannaráð IÞÍ fundaði í vikunni og stillti saman strengi, við höldum ótrauð áfram.
Með góðri kveðju,
Þóra Leósdóttir, formaður IÞÍ