Fréttir

Þörf fyrir samfélagsbreytingar?

Ráðstefna um nýjar leiðir í geðheilbrigðismálum 27 og 28 apríl 2023

11.4.2023

Á þessari tveggja daga ráðstefnu verður gestum boðið að kynna sér önnur sjónarmið en þau sem hafa verið ríkjandi í geðheilbrigðismálum.

Fyrirlesarar eru fólk sem hefur beitt sér á alþjóðavettvangi fyrir breyttri nálgun í geðheilbrigðismálum. Auk þeirra mun fólk með reynslu af tilfinningalegri vanlíðan og/eða fíkn leiða vinnustofur.

Vonast er til þess að þau sem láta sig geðheilbrigðismál varða, mæti og deili hugmyndum og taki þátt í nýsköpun og framþróun í málaflokknum. Leikmenn jafnt sem fagfólk hjartanlega velkomið.

Skráning og upplýsingar