Fréttir

Iðjuþjálfinn í 10 stig

29.12.2023

Ritrýndar greinar sem birtast í Iðjuþjálfanum, fagblaði iðjuþjálfa verða hér eftir metnar til tíu stiga í matskerfi opinberra háskóla í stað fimm stiga eins og áður. Félagið fagnar áfanganum enda hefur fræðileg ritstjórn unnið ötullega að þessari viðurkenningu undanfarin misseri. Þetta þýðir að höfundar ritrýndra greina fá fleiri stig fyrir sínar vísindagreinar en áður og skiptir það miklu fyrir framgang í starfi, til dæmis fyrir háskólakennara. 

Iðjuþjálfinn er gefinn út rafrænt einu sinni á ári og það er von ritnefndar að ritrýndum greinum fjölgi til muna við þessa gleðilegu breytingu. Hér er hlekkur á nýjasta tölublað Iðjuþjálfans