Fréttir

Aðalfundur IÞÍ verður 27. mars

Fundurinn er bæði staðfundur á Akureyri og fjarfundur

27.2.2025

Kæru félagar - aðalfundur IÞÍ verður haldinn í Háskólanum á Akureyri stofu M101 og í fjarfundi. Skráning er nauðsynleg og félagsfólk hefur þegar fengið sendan tölvupóst með skráningarhlekk. Öll sem eru skuldlaus við félagið hafa rétt til setu á aðalfundi. Nemar hafa ekki málfrelsi né tillögurétt á aðalfundi IÞÍ. 

Dagskráin hefst kl. 16:00 með fræðsluerindi (nánar auglýst síðar) og aðalfundurinn sjálfur hefst kl. 17:15. Dagskrá aðalfundar er samkvæmt lögum IÞÍ eftirfarandi:

a. Fundur settur
b. Skipan fundarstjóra og fundarritara
c. Staðfest lögmæti fundarins
d. Skýrsla stjórnar
e. Umræður um skýrslur fastra nefnda
f. Endurskoðaðir reikningar félagsins kynntir og bornir undir fundinn til samþykktar
g. Fjárhagsáætlun stjórnar kynnt og tillaga um félagsgjöld borin upp.
h. Lagabreytingar
i. Kosningar:
tilkynnt um niðurstöðu formannskjörs
fulltrúar í stjórn
fulltrúar í fastar nefndir
fulltrúar í félagasamtök sem IÞÍ á aðild að
tveir skoðunarmenn reikninga
j. Skipan tilkynnt:
stjórn fagþróunarsjóðs (áður fræðslusjóður)
stjórn siðanefndar
fræðileg ritstjórn
k. Önnur mál
l. Fundi slitið

Hlökkum til að sjá ykkur

Stjórn IÞÍ