Fréttir

Námskeið: CAT-Kassinn

6.2.2025

ÁS Einhverfuráðgjöf býður upp námskeið í CAT-Kassanum og CAT-Vefappinu þann 4 apríl 2025, kl. 09:00 - 15:30. Kennarar eru þær Ásgerður Ólafsdóttir og Sigrún Hjartardóttir sérkennarar og einhverfuráðgjafar. Þátttökugjald kr. 36.000

Fræðsla um notkun CAT-kassans með áherslu á nýju útgáfuna.
Myndbönd með dæmum um notkun.
Æfing í að nota gögn CAT-kassans.
Kynning á CAT-vef appinu og æfing í notkun þess.

CAT-kassinn kom upphaflega út í íslenskri þýðingu þeirra tveggja í júní 2005. Haustið 2022 þýddu þær svo nýja útgáfu af CAT-kassanum sem kom út í ársbyrjun 2023. Nýja CAT-kassann er hægt að panta með því að senda tölvupóst á netfangið sales@cat-kit.com. Þýðendur veita nánari upplýsingar.

Áskrift að CAT-vefappinu er í gegnum heimasíðu CAT www.cat-kit.com.

Námskeiðsgjald: kr.36.000

Innifalið: Hádegisverður, kaffi og meðlæti, námskeiðsgögn.

Þá fá þátttakendur frían aðgang að CAT-vefappinu í þrjá mánuði.

Skráning: asgol@icloud.com eða sighjart52@gmail.com

Við skráningu þarf að taka fram nafn, kennitölu, netfang og heimilisfang greiðanda. Einnig er gagnlegt að þátttakendur taki fram hvar þeir starfa. Þátttakendur þurfa að hafa meðferðis fartölvu eða spjaldtölvu til að prófa appið. Skráning þarf að fara fram sem fyrst, í siðasta lagi viku fyrir námskeið. Greiðsluseðlar verða sendir í heimabanka fyrir námskeiðið.