Fréttir

Kvennaverkfall 24 október

Konur og kvár leggja niður launuð og ólaunuð störf

23.10.2023

Iðjuþjálfafélag Íslands í BHM er eitt af aðstandandendum kvennaverkfalls 2023. Konur og kvár munu leggja niður störf, launuð jafn og ólaunuð í heilan sólarhring þennan dag. Iðjuþjálfafélag Íslands hvetur allt félagsfólk til að taka þátt og leggja niður störf. Ekki mæta til vinnu, ekki sinna húsverkum eða umönnun barna og annarra fjölskyldumeðlima. Síðast en ekki síst er brýnt að sleppa alfarið þriðju vaktinni en eins og rannsóknir sýna þá mæðir húm mest á konum í gagnkynhneigðum samböndum.

Þann 24 október 1975 stöðvaðist íslenskt samfélag þegar konur tóku sér kvennafrí. Talið var að 20-25 þúsund konur hafi mætt á útifund á Lækjartorgi þennan dag. Við ætlum að endurtaka leikinn.

Baráttan heldur áfram þar til fullu jafnrétti er náð.
Kröfurnar eru:
*Að kynbundnu ofbeldi verði útrýmt!
*Að kvennastörf verði metin að verðleikum!

Iðjuþjálfafélag Íslands skorar á félagskonur og kvár að leggja niður launuð og ólaunuð störf 24 október. IÞÍ styður jafnréttisbaráttu í íslensku samfélagi heils hugar og leggur sitt af mörkum til að árangur náist. 

Finna má allar upplýsingar á vefsíðu kvennaverkfallsins www.kvennaverkfall.is   

Hlökkum til að sjá ykkur á viðburðum dagsins og um þá má finna allar upplýsingar á facebook síðu félagsins.

Baráttukveðjur
Þóra Leósdóttir, formaður IÞÍ