Fréttir

Fullt hús á málþingi IÞÍ

Iðjuþjálfun fyrir öll

5.11.2024

Fræðslunefnd IÞÍ stendur árlega fyrir málþingi í tengslum við alþjóðlegan dag iðjuþjálfunar og í samstarfi við stjórn félagsins. Að þessu sinni var yfirskriftin „Iðjuþjálfun fyrir öll.“ Málþingið var haldið 30. október síðastliðinn bæði í húsi og gegnum fjarfund á TEAMS. Alls 64 voru skráðir til þátttöku og stemningin var góð. Þrátt fyrir að tæknin hlýddi okkur ekki alveg eins og skyldi þá gekk þetta fyrir rest. Heyra mátti umræðu um það hversu mikilvægt það væri að halda málþing, hittast og eiga samveru og fræðast um það sem iðjuþjálfar eru að fást við á vettvangi. Við erum algerlega sammála því. Á dagskrá voru fjögur erindi hvert öðru áhugaverðara. Við þökkum fyrirlesurum innilega fyrir þeirra framlag, iðjuþjálfum fyrir góða mætingu og síðast en ekki síst fær fræðslunefnd bestu þakkir. 

Hér má sjá lista yfir erindin:

Starf iðjuþjálfa á færnisviði TR - innleiðing nýs kerfis.  Lena Rut Olsen

Seiglan - þjónusta á vegum Alzheimersamtakanna. Harpa Björgvinsdóttir

Atvinnuþátttaka fólks með Parkinson sjúkdóm. Erica do Carmo Ólason

Virkni með hestum - nýtt hópaúrræði iðjuþjálfa á Æfingastöðinni. Gunnhildur Jakobsdóttir

Bestu kveðjur frá stjórn IÞÍ