Fréttir

Hádegisfyrirlestur

IÞÍ býður upp á hádegisfyrirlestur 22. febrúar á Zoom

13.2.2023

„Seinfærir foreldrar og stuðningur í ljósi réttinda fatlaðs fólks“Í fyrirlestri sínum ætlar Sara Stefánsdóttir, iðjuþjálfi og doktorsnemi, að segja frá rannsókn sinni sem snýr að seinfærum foreldrum, stuðningi og þjónustu í ljósi réttinda fatlaðs fólks til fjölskyldulífs. 

Rannsóknin dregur meðal annars fram sögu og reynslu seinfærra foreldra af því að ala upp börn sín, og samskipti þeirra við mismunandi kerfi. 

Einnig verður fjallað um stuðningsþjónustu á Íslandi og hvernig eða hvort hún samræmist 23. grein Sáttmála sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Skráning á viðburði á facebook síðu félagsins, sjá hér eða með því að senda póst á sigl@bhm.is