Fréttir

Samkomulag við SFV undirritað

12.6.2023

Föstudaginn 9. júní 2023 undirritaði IÞÍ nýjan kjarasamning við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV). Um er að ræða framlengingu á fyrri kjarasamningi og er samkomulagið í takt við það sem samið var um við ríkið fyrr í vor. Sfv_undirritun_1686567613062

Samningurinn verður kynntur félagsfólki mánudaginn 12. júní kl. 15:00 og hafa öll þau sem starfa undir þessum kjarasamningi fengið fundarboð. Atkvæðagreiðsla stendur til föstudags 16. júní kl. 12:00. Alls 67 félagar IÞÍ njóta kjara samkvæmt samningum félagsins við SFV.