Fréttir
Samkomulag IÞÍ við Reykjavíkurborg samþykkt í atkvæðagreiðslu
17.01.2025
Atkvæðagreiðslu um samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningum Iðjuþjálfafélags Íslands og Reykjavíkurborgar með gildistíma frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028 lauk nú á hádegi í dag. Samkomulagið var samþykkt.
Atkvæðagreiðslan fór fram dagana 14. - 17. janúar
Kosningaþátttaka var 91,67%.
Alls 72,73% félagsfólks samþykktu samkomulagið
Alls 27,27% samþykktu það ekki.