Fréttir
Kjarasamningur við SFV undirritaður
Um hádegisbilið í dag var undirritað samkomulag við Samtök fyrir tækja í velferðarþjónustu (SFV), um breytingar og framlengingu á kjarasamningi aðila með gildistíma frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028. Samkomulagið nær til Iðjuþjálfafélags Íslands, Félags íslenskra náttúrufræðinga, Félagsráðgjafafélags Íslands og Þroskaþjálfafélags Íslands. Samningurinn verður kynntur því félagsfólki IÞÍ sem starfar eftir þessum kjarasamningi, og er á kjörskrá strax eftir helgina og munu þeir iðjuþjálfar fá tölvupóst þar að lútandi. Atkvæðagreiðsla um samninginn verður haldin í kjölfarið.