Fréttir

Kjörnefnd IÞÍ auglýsir

Skelltu þér í nefnd eða stjórn hjá IÞÍ

6.2.2025

Á hverju ári sameina fjölmargir iðjuþjálfar krafta sína og taka að sér trúnaðarstörf í þágu félagsins og fyrir það erum við afar þakklát. Starfsemi og framþróun Iðjuþjálfafélags Íslands byggir á virkri þátttöku félagsfólks. Þú getur haft áhrif með því að bjóða þig fram. Vertu með og láttu í þér heyra!

Kosið verður og skipað í stjórnir og nefndir á aðalfundi IÞÍ sem ráðgerður er þann 27. mars 2025 á Akureyri og í fjarfundi. Kjörtímabil fulltrúa er tvö ár nema annað sé tekið fram. Helstu upplýsingar um hlutverk og störf nefnda má finna í lögum félagsins (www.ii.is) og umfjöllun um starfsemi á innri vef heimasíðunnar. Einnig er velkomið að hafa samband við formann á thoraleo@ii.is ef nánari upplýsinga er þörf. Tekið skal fram að aðalmenn og varamenn sem bjóða sig fram í stjórn IÞÍ þurfa að hafa fulla aðild (stéttarfélagsaðild) að félaginu. 

Eftirtalin sæti í nefndir og stjórnir eru laus:

· Formaður IÞÍ

· Stjórn IÞÍ: Tveir aðalmenn og einn varamaður

· Fræðslunefnd: Tveir fulltrúar

· Ritnefnd: Tveir fulltrúar

· Fræðileg ritstjórn Iðjuþjálfans: Einn fulltrúi (skipaður af stjórn IÞÍ)

· Siðanefnd: Einn aðalfulltrúi, einn varafulltrúi (skipaðir af stjórn IÞÍ)

· Stjórn Fagþróunarsjóðs: Einn fulltrúi til þriggja ára (skipaður af stjórn IÞÍ)

· Fulltrúi IÞÍ í Öldrunarráði Íslands: Einn aðalfulltrúi  

Framboð til embættis formanns IÞÍ þurfa að berast þremur vikum fyrir aðalfund. Frestur fyrir framboð í önnur trúnaðarstörf rennur út tveimur vikum fyrir aðalfund. Þau sem hafa í hyggju að bjóða fram krafta sína eru því beðin um að láta undirritaða vita fyrir 6. mars næstkomandi annars vegar og 13. mars hins vegar.

Bestu kveðjur,
f. h. kjörnefndar IÞÍ 2025
Nína Jensen, vestursida5@gmail.com