Fréttir

Farsæld barna - ný námsleið

3.5.2022

Nú í haust fer í gang ný námsleið á sviði farsældar barna og er henni ætlað að styðja við innleiðingu hinna nýju laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna sem tóku gildi þann 1. janúar á þessu ári. Um er að ræða 30 eininga fjarnám, 15 einingar á hvoru misseri. Námið samanstendur af þremur 10 eininga námskeiðum og er ætlað þeim sem lokið hafa BA, BEd eða BS prófi og starfa með börnum. Umsóknarfrestur er til 5.júní næstkomandi.