Fréttir
A-ONE þjálfunarnámskeið í maí
Fræðslunefnd IÞÍ auglýsir í samstarfi við Endurmenntun HÍ þjálfunarnámskeið í notkun A-ONE. Námskeiðið er ætlað iðjuþjálfum. Matstækið er staðlað og markbundið iðjumatstæki þar sem framkvæmdafærni við daglegar athafnir er metin sem og áhrif taugaeinkenna á framkvæmdina.
Markmið námskeiðsins er að kenna iðjuþjálfum áreiðanlega notkun A-ONE. Fjallað verður um fræðilegan bakgrunn, klíníska rökleiðslu, fyrirlögn, úrvinnslu upplýsinga og stigagjöf.
Kennarar eru þær Guðrún Árnadóttir og Valerie Harris iðjuþjálfar. Námskeiðið fer fram á ensku og frestur fyrir snemmskráningu er til og með 9. maí næstkomandi.
Nánari upplýsingar og skráning hér