Fréttir

Brautskráning iðjuþjálfa 2023

12.6.2023

Háskólahátið Háskólans á Akureyri var haldin með pompi og pragt síðastliðinn föstudag en þá voru nemendur úr framhaldsnámi brautskráðir. Alls brautskráðust sjö kandídatar úr starfsréttindanámi í iðjuþjálfun og einn iðjuþjálfi úr meistaranámi í heilbrigðisvísindum. Iðjuþjálfafélag Íslands bauð nemendum, kennurum og leiðbeinendum fyrir norðan til móttöku að athöfn lokinni.
Móttakan var haldin í verklegri stofu iðjuþjálfunardeildar J210 og sannur iðjuþjálfunarandi sveif yfir vötnum. Félagið færði nemendum bókina Ósýnilegar konur, vatnsflösku merkta félaginu og rauða rós í tilefni dagsins. 
Við óskum nýútskrifuðum iðjuþjálfum innilega til hamingju með áfangann og bjóðum þær velkomnar í Iðjuþjálfafélag Íslands!