Kjörnefnd 2023 auglýsir
Kæri félagi!
Á hverju ári sameina fjölmargir iðjuþjálfar krafta sína og taka að sér trúnaðarstörf í þágu félagsins og fyrir það erum við afar þakklát. Starfsemi og framþróun Iðjuþjálfafélags Íslands byggir á virkri þátttöku félagsfólks. Þú getur haft áhrif með því að bjóða þig fram. Vertu með og láttu í þér heyra!
Kosið verður og skipað í stjórnir og nefndir á aðalfundi IÞÍ sem ráðgerður er þann 16. mars næstkomandi á Akureyri og í fjarfundi. Kjörtímabil fulltrúa er tvö ár nema annað sé tekið fram. Helstu upplýsingar um hlutverk og störf nefnda má finna í lögum félagsins (www.ii.is) og í drögum að handbók á innri vef heimasíðunnar. Einnig er velkomið að hafa samband á idjuthjalfafelag@bhm.is ef nánari upplýsinga er þörf. Tekið skal fram að aðalmenn og varamenn sem bjóða sig fram í stjórn félagsins þurfa að hafa fulla aðild að IÞÍ. Framboðsfrestur fyrir formannsembætti rennur út 23. febrúar. Eins og áður hefur verið auglýst þá gefur sitjandi formaður kost á sér áfram.
Eftirtalin sæti til trúnaðarstarfa eru laus:
· Stjórn IÞÍ: Formaður, tveir aðalmenn og einn varamaður
· Fræðslunefnd: Tveir fulltrúar
· Ritnefnd: Tveir fulltrúar
· Fræðileg ritstjórn Iðjuþjálfans: Einn fulltrúi (skipaður af stjórn IÞÍ)
· Siðanefnd: Tveir aðalfulltrúar, tveir varafulltrúar (skipaðir af stjórn IÞÍ)
· Stjórn Fagþróunarsjóðs: Einn fulltrúi til þriggja ára (skipaður af stjórn IÞÍ)
· Fulltrúi IÞÍ í Öldrunarráði Íslands: Einn varafulltrúi
Frestur fyrir framboð í trúnaðarstörf rennur út tveimur vikum fyrir aðalfund. Þau sem hafa í hyggju að bjóða fram krafta sína eru beðin um að hafa samband við undirritaða fyrir 1. mars næstkomandi.
Bestu kveðjur,
Kjörnefnd IÞÍ 2023
Elísa Arnars Ólafsdóttir, elisaolafsd@gmail.com