Fréttir

Samningur við Starfsmennt fræðslusetur

18.1.2024

Starfsþróunarsetur BHM (STH) og Starfsmennt fræðslusetur hafa gert með sér samning sem heimilar félagsfólki þeirra aðildarfélaga BHM, sem aðild eiga að STH og eiga rétt þar að sækja námskeið og annars konar fræðslu á vettvangi Starfsmenntar án þess að ganga á einstaklingsrétt viðkomandi í STH.

Með samningnum er stigið skref í auknu samstarfi í þágu eflingar starfsfólks og vinnustaða um land allt og mun samstarfið meðal annars auðvelda stofnunum enn frekar að sinna fræðslu starfsfólks á skipulagðan og markvissan hátt.

Sjá nánar á vefsíðu BHM