Fréttir

Aðalfundur 2024

7.3.2024

Aðalfundur Iðjuþjálfafélags Íslands verður haldinn þann 20. mars næstkomandi. Áður en fundur hefst eða kl. 16:00 verður fyrilestur um Ójöfnuð og heilsu þar sem Sigrún Ólafsdóttir prófessor í félagsfræði fjallar um nýjar rannsóknir á þessu sviði. Að loknu kaffihléi kl. 17:15 verður síðan blásið til aðalfundar

Aðalfundurinn verður í Borgartúni 27, 2. hæð, 105 Reykjavík og í fjarfundi. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf, en við hefjum leikinn með fræðsluerindi.

Dagskrá

kl. 16:00 – 17:00 

Erindi: „Ójöfnuður í heilsu á Íslandi“ – Sigrún Ólafsdóttir prófessor í félagsfræði varpar ljósi á viðfangsefnið. Staðreynd er að ójöfnuður í heilsu er nánast algildur, hvort sem það samband er skoðað á mismunandi tímum eða eftir samfélögum. Rannsóknir hafa sýnt að þrátt fyrir að aðgengi allra að heilbrigðiskerfinu sé tryggt er engu að síður verulegur ójöfnuður í heilsu. Kynntar verða niðurstöður úr nýlegum rannsóknum á andlegri og líkamlegri heilsu Íslendinga, en þær niðurstöður sýna að verulegur ójöfnuður í heilsu finnst hér á landi.

kl. 17:00 – 17:15 Kaffihlé

kl. 17:15 Aðalfundur IÞÍ

a. Fundur settur
b. Skipan fundarstjóra og fundarritara
c. Staðfest lögmæti fundarins
d. Skýrsla stjórnar
e. Umræður um skýrslur fastra nefnda
f. Endurskoðaðir reikningar félagsins kynntir og bornir undir fundinn til samþykktar
g. Fjárhagsáætlun stjórnar kynnt og tillaga um félagsgjöld borin upp.
h. Lagabreytingar
i. Kosningar:
tilkynnt um niðurstöðu formannskjörs
fulltrúar í stjórn
fulltrúar í fastar nefndir
fulltrúar í félagasamtök sem IÞÍ á aðild að
tveir skoðunarmenn reikninga
j. Skipan tilkynnt:
stjórn fagþróunarsjóðs (áður fræðslusjóður)
stjórn siðanefndar
fræðileg ritstjórn
k. Önnur mál: Endurskoðaðar siðareglur bornar upp til samþykktar
l. Fundi slitið

Samkvæmt lögum IÞÍ hefur allt skuldlaust félagsfólk rétt til setu á aðalfundi. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér. Þau sem eru skráð á fjarfund fá sendan TEAMS hlekk.

Fundargögn eru á innri vef félagsins www.ii.is. Að loknum staðfundi verður boðið upp á félagslega samveru og léttar veitingar. Hlökkum til að sjá ykkur hjartans félagsfólk, bæði á stað og skjá.

Hlökkum til að sjá ykkur 

Stjórn IÞÍ