Fréttir
Tækifæri + Val = Réttlæti
20.10.2022
Fræðslunefnd boðar til málþings þann 27. október frá kl. 15:00-16:55. Alþjóðlegur dagur iðjuþjálfunar er 27. október ár hvert og yfirskriftin að þessu sinni er „TÆKIFÆRI + VAL = RÉTTLÆTI.“
Málþingið er ætlað iðjuþjálfum og öðru áhugasömu fólki og verður með blönduðu sniði þar sem annað hvort er hægt að mæta í fundarsalinn Ás að Borgartúni 6 eða taka þátt á TEAMS. Dagskráin er einstaklega fjölbreytt í ár, ekkert þátttökugjald en nauðsynlegt að skrá sig hér
Dagskrá
15:00 – 15:05 | Málþingið sett |
15:05 – 15:25 | Sonja Stelly Gústafsdóttir. Heilsulæsi: Spurning um tækifæri og val. |
15:25 – 15:45 | Aldís Anna Þorsteinsdóttir. Sjálfbærni í iðjuþjálfun. |
15:45 – 16:00 | Kaffihlé |
16:00 – 16:25 | Bjargey Ingólfsdóttir. BARA púðinn. |
16:25 – 16:55 | Hulda Þórey Gísladóttir og Hafdís Hrönn Pétursdóttir. Felast tækifæri í að vera leiðbeinandi í vettvangsnámi iðjuþjálfanema? |
16:55 | Málþingi slitið |