Góð mæting á Evrópuráðstefnu
Alls 54 íslenskir iðjuþjálfar á OT-Europe í Kraká
Um miðjan október síðastliðinn fór fram fyrsta iðjuþjálfaráðstefnan þar sem COTEC, ENOTHE og ROTOS lögðust á eitt og héldu sameiginlega ráðstefnu. Pólska iðjuþjálfafélagið skipulagði viðburðinn í samstarfi við OT-Europe. Þátttakendur voru um 1000 talsins þar af 54 íslenskir iðjuþjálfar. Ráðstefnan fór fram í glæsilegri ráðstefnuhöll miðsvæðis í Kraká og var afar vel staðið að henni.
Þema ráðstefnunnar var „Future-Proofing Occupational Terapy“ og mörg áhugaverð erindi sem einmitt fjölluðu um framtíðina. Má þar nefna notkun gervigreindar í starfi iðjuþjálfa og nýjungar í rannsóknum á aðstæðum og lífi aldraðra þar sem sérstaklega er horft til þátttöku íbúa á hjúkrunarheimilum. Nýjungar í menntun iðjuþjálfa voru á dagskrá meðal annars færni- og hermikennsla og notkun gervigreindar. Hægt var að sækja fjórar málstofur daginn fyrir ráðstefnuna og má þar nefna vinnusmiðju um hjálpartæki og tæknilausnir Alls átta íslenskir iðjuþjálfar voru með erindi á ráðstefnunni, hvert öðru áhugaverðara (sjá lista hér að neðan).
Næsta OT-Europe ráðstefna verður haldin eftir fjögur ár og staðsetning auglýst þegar nær dregur.
Kynningar íslenskra iðjuþjálfa á ráðstefnunni:
External validity of The ADL-focused Occupation-based
Neurobehavioral Evaluation (A-ONE) software
» Dr. Guðrún Árnadóttir1
, Mr. Bjarni Ármann Atlason1
(1. Landspítali
The National University Hospital of Iceland)
The ADL-focused Occupation-based Neurobehavioral Evaluation
(A-ONE) software: Results from a user-feedback questionnaire
» Dr. Guðrún Árnadóttir1
, Mr. Helgi Sigtryggsson2
, Mr. Garðar
Ingvarsson2
(1. Landspítali The National University Hospital of Iceland,
2. RANNÍS, The Icelandic Centre for Research: Student Innovation
Fund).
The Rehabilitation Journey: Different experiences of woman and
men users.
» Mrs. Solrun Oladottir1
, Ms. Snaefridur Thora Egilson2
, Prof. Marte
Feiring3
(1. Faculty of Occupational Therapy, University of Akureyri,
Iceland, 2. University of Iceland, 3. Oslo Metropolitan University).
Navigating Fieldwork Supervision: Exploring Challenges and
Embracing Benefits
» Ms. Hólmdís Methúsalemsdóttir1
, Mrs. Hulda Þórey Gísladóttir1
, Mrs.
Hafdís Hrönn Pétursdóttir1
(1. University of Akureyri).
How many are in this couplehood? A case study of second
partnership and dementia care in a blended family
» Mrs. Olga Asrun Stefansdottir1
(1. Faculty of Occupational Therapy,
University of Akureyri, Iceland).
Through a critical lens: Challenging barriers experienced by
disabled youth
» Ms. Snaefridur Thora Egilson1
(1. University of Iceland).
Is occupational therapy intervention in our community
rehabilitation service occupation based?
» Ms. Valerie Harris1
(1. Kjarkur Rehabilitation).