Aðalfundur IÞÍ
16. mars á KEA Akureyri og á TEAMS
Aðalfundur
IÞÍ verður haldinn þann 16. mars 2023 á Hótel KEA Akureyri og í fjarfundi.
Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf en við hefjum leikinn með spennandi
fræðsluerindi!
Skráning hér
Dagskrá
kl.
16:00 – 17:00 Fyrirlestur: „Ómeðvituð
hlutdrægni og áhrif hennar á vinnumenningu“
Sóley Tómasdóttir er kynja-
og fjölbreytileikafræðingur hjá Just Consulting. Hún mun fjalla um ómeðvitaða
hlutdrægni og áhrif hennar á hegðun okkar, framkomu og ákvarðanir. Hvaða leiðir
getum við farið til að hafa jákvæð áhrif á umhverfi okkar?
kl. 17:00 – 17:15 Kaffihlé
kl.
17:15 Aðalfundur
IÞÍ
a. Fundur
settur
b. Skipan
fundarstjóra og fundarritara
c. Staðfest
lögmæti fundarins
d. Skýrsla
stjórnar
e. Umræður
um skýrslur fastra nefnda
f.
Endurskoðaðir reikningar félagsins kynntir og bornir undir fundinn til
samþykktar
g.
Fjárhagsáætlun stjórnar kynnt og tillaga um félagsgjöld borin upp.
h.
Lagabreytingar
i.
Kosningar:
tilkynnt um niðurstöðu formannskjörs
fulltrúar í stjórn
fulltrúar í fastar nefndir
fulltrúar í félagasamtök sem IÞÍ á aðild að
tveir skoðunarmenn reikninga
j. Skipan
tilkynnt:
stjórn fagþróunarsjóðs (áður fræðslusjóður)
stjórn siðanefndar
fræðileg ritstjórn
k. Önnur
mál: Félagar heiðraðir
l. Fundi
slitið
Nauðsynlegt
er að skrá sig, sjá hér.
Þau sem eru skráð á fjarfund fá sendan TEAMS hlekk. Samkvæmt lögum IÞÍ á allt skuldlaust
félagsfólk rétt til setu á aðalfundi. Fundargögn eru á innri vef félagsins www.ii.is. Að loknum staðfundi verður boðið upp á
félagslega samveru og léttar veitingar á KEA. Hlökkum til að sjá ykkur bæði á
stað og skjá.
Stjórn IÞÍ