Fréttir

Staða kjaraviðræðna hjá IÞÍ

23.1.2025

Iðjuþjálfafélag Íslands hefur gert samkomulag við alla opinbera launagreiðendur það er ríki, Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög. Gildistími þessara samninga er frá 1. apríl 2024 - 31. mars 2028 og þeir ná til 168 iðjuþjálfa samkvæmt félagatali IÞÍ. Þannig eiga viðkomandi iðjuþjálfar rétt á launahækkunum afturvirkt til 1. apríl 2024 og á það einnig við um þá iðjuþjálfa sem voru í starfi hjá viðkomandi launagreiðanda en eru hættir. Allir samningarnir voru samþykktir í atkvæðagreiðslum.


Viðræður við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) standa nú yfir og er fundað reglulega. IÞÍ er í samstarfi við þrjú önnur fag- og stéttarfélög innan BHM í þessu verkefni. Góður gangur er í samtalinu og væntingar um að það náist að semja von bráðar. Alla eru um 57 iðjuþjálfar starfandi hjá fyrirtækjum eða stofnunum innan SFV. Aðallega er um að ræða félagasamtök, hjúkrunarheimili og endurhæfingarstarfsemi. 

Samninganefnd félagsins er skipuð trúnaðarmannaráði og stjórn.

Fyrir hönd samninganefndar IÞÍ
Þóra Leósdóttir formaður