Fréttir

IÞÍ flytur í Borgartún 27

7.11.2023

Vegna framkvæmda í Borgartúni 6 er þjónustuver og skrifstofa BHM nú flutt til bráðabirgða í Borgartún 31 og mun svo með vorinu flytja í framtíðarhúsnæði í Borgartúni 27.  Verður það tilkynnt sérstaklega þegar flutningum er lokið.
Iðjuþjálfafélag Íslands flytur einnig sem og starfsemi þjónustuskrifstofunnar (SIGL) til bráðabirgða á 2. hæð í Borgartúni 27. Röskun getur orðið á þjónustu skrifstofunnar næstu daga en full þjónusta verður komin aftur á mánudaginn 13.nóvember.
Við bendum félagsfólki á boða komu sína á skrifstofu IÞÍ og SIGL með tölvupósti. Einnig er hægt að hringja í formann ef erindið þolir ekki bið.
Þjónustuskrifstofa SIGL er opin frá 9-16 mán.-fim. og 9-12 á föstudögum.