Fréttir

Skólatöskur barna

Skilaboð frá iðjuþjálfum

11.8.2022

Nú styttist í að skólastarf í grunnskólum landsins hefjist aftur að loknu sumarleyfi. Þúsundir barna munu byrja sína grunnskólagöngu og trítla í skólann glöð í bragði. Að mörgu er að hyggja þegar velja á skólatösku og miðað við auglýsingar verslana er úrvalið töluvert. Iðjuþjálfar hvetja foreldra til að vanda valið enda hefur góð skólataska mikið forvarnargildi þegar kemur að heilsu og líðan barna.

Í dag birtist pistill með ráðleggingum iðjuþjálfa en þær má finna í bæklingi sem gefinn var út í fyrra. Efnið er byggt á eldra efni um skólatöskur barna og bæklingurinn er í PDF formi. Hér er pistillinn í heild sinni: 

Hvernig skólatösku á ég að velja fyrir barnið mitt? – skilaboð frá iðjuþjálfum

Hlekkur á bæklinginn í PDF formi