Fréttir
Iðjuþjálfun fyrir öll!
Málþing IÞÍ 2024 verður haldið í tilefni alþjóðlegs dags iðjuþjálfunar 30. október að Borgartúni 27. 2. hæð og á TEAMS kl. 15:00 - 17:00. Félagsfólk ætti að hafa fengið upplýsingar í tölvupósti með dagskrá en hún er ekki af verri endanum. Fjallað verður um starf iðjuþjálfa á færnisviði TR, Seigluna þjónustuúrræði á vegum Alzheimersamtakanna, atvinnuþátttöku fólks með Parkinsonssjúkdóm og virkni með hestum.
Málþingið er árlegur viðburður félagsins og haldið í samstarfi fræðslunefndar og stjórnar IÞÍ. Ekkert þátttökugjald en nauðsynlegt að skrá sig.
Hér er skráningarhlekkur: https://forms.gle/tLtvBFw2geHNeHqw7
Hlökkum til að sjá ykkur!
Fræðslunefnd og stjórn IÞÍ