Fréttir

Að endurhugsa hversdaginn

27.10.2020

Í dag er alþjóðlegur dagur iðjuþjálfunar en hann er haldinn hátíðlegur þann 27 október ár hvert. Hér er kveðja frá formanni:

Kæru iðjuþjálfar nær og fjær!
Til hamingju með alþjóðlegan dag iðjuþjálfunar. Við fögnum faginu okkar þetta árið á annan hátt en við erum vön vegna heimsfaraldursins og ég held að 2020 muni seint líða okkur úr minni.
Ég vil senda ykkur hamingju- og baráttukveðjur og þakka ykkur kæru iðjuþjálfar fyrir að standa vaktina hvar sem þið eruð við störf. Við þurfum öll að „endurhugsa hversdaginn“ og þar kemur þekking iðjuþjálfa að góðum notum fyrir fólk og samfélag.
Á fimmtudaginn verður spennandi málþing haldið í tilefni dagsins og við SKJÁUMST þar. Gott er að gera eitthvað iðjuþjálfalegt í tilefni dagsins og deila því með okkur hinum EN fara varlega!
kær kveðja Þóra Leósdóttir formaður
#idjuthjalfafelagislands2020 #worldOTday