Fréttir

Aðalfundarboð 2021

19.2.2021

Aðalfundur Iðjuþjálfafélags Íslands verður haldinn þann 12. mars næstkomandi
kl. 17:00. Fundurinn verður á ZOOM.

Dagskrá:

Kosning fundarstjóra og fundarritara

1. Skýrsla stjórnar
2. Áritaðir reikningar félagsins kynntir
3. Lagabreytingar
4. Fjárhagsáætlun og ákvörðun félagsgjalda
5. Umræður um skýrslur fastra nefnda
6. Kosning í stjórn og fastar nefndir
7. Skipan í stjórnir fræðslusjóðs, siðanefndar og fræðilega ritstjórn Iðjuþjálfans
8. Önnur mál

Samkvæmt lögum IÞÍ á allt félagsfólk rétt til setu á aðalfundi félagsins. Vegna fyrirkomulagsins er þó nauðsynlegt að skrá sig og munu þátttakendur fá sendan fundarhlekk í tölvupósti. Skráningarfrestur er 12 mars kl. 12:00 á hádegi. Fundargögn aðalfundar eru á innri vef heimasíðu félagsins. Þar er einnig að finna félagatal og viljum við nýta tækifærið og minna félagsfólk á að tilkynna breytingar á sigl@bhm.is

Skráning fyrir aðalfund IÞÍ 2021

Þóra Leósdóttir, formaður IÞÍ