Fréttir

Aðalfundur IÞÍ verður 12. mars

11.1.2021

Kæru félagsmenn!

Ég vil byrja á því að óska ykkur gleðilegs árs og þakka fyrir samstarfið á því liðna. Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga!

Fyrir hönd stjórnar IÞÍ vil ég upplýsa um að aðalfundur félagsins verður haldinn þann 12 mars 2021, um eftirmiðdaginn eins og venja er. Fyrirkomulagið er óljóst ennþá og fer það eftir því hvernig samkomutakmarkanir þróast. Formlegt fundarboð með dagskrá verður sent til ykkar síðar. Fundargögn má finna á innra neti heimasíðunnar þegar nær dregur. Til að komast þar inn þarf að nota aðgangsorðið: idju og lykilorðið: idfelag.

Nú er þetta kjörtímabil mitt sem formanns senn á enda. Ég vil þakka ykkur fyrir það traust, stuðning og hvatningu sem þið hafið sýnt mér – mér er það afar mikils virði. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til áframhaldandi starfa ef félagsmenn óska þess.

Hafi félagsmaður áhuga á að bjóða sig fram til formennsku þá óskast það tilkynnt á skrifstofu félagsins á sigl@bhm.is fyrir miðvikudaginn 28 janúar næstkomandi. Samkvæmt lögum félagsins skal formaður kosinn rafrænt fjórum vikum fyrir aðalfund. Komi ekki mótframboð telst formaður sjálfkjörinn án kosningar.

Kjörnefnd mun afla framboða í laus sæti eins og venja er en við hvetjum öll þau sem hafa áhuga á að sinna trúnaðarstörfum fyrir IÞÍ að láta heyra frá sér með því að senda tölvupóst á sigl@bhm.is

Með kveðju og þakklæti, 

Þóra Leósdóttir, formaður