Fréttir

Aðalfundur og málþing 2019

12.2.2019

Aðalfundur Iðjuþjálfafélagsins verður haldinn 8.mars næstkomandi kl. 17.15.

Fundurinn verður í sal á fjórðu hæð í húsnæði BHM í Borgartúni 6.

Málþing verður haldið fyrir aðalfundinn og hefst það kl. 16.00.

Dagskrá málþings

Kl. 16:00-16.25 „Endurhæfing í heimahúsi – ný nálgun í þjónustu“ - Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir, verkefnastjóri Heimaþjónustu Reykjavíkur

Kl. 16.25-17.00 „Skjáskot – valdefling nýrrar kynslóðar“ - Bergur Ebbi Benediktsson

Kl. 17.00 Málþingi slitið.

Þá verður stutt hlé.

Aðalfundur hefst klukkan 17:15

Dagskrá aðalfundar

  • Skýrsla stjórnar
  • Áritaðir reikningar félagsins kynntir
  • Lagabreytingar
  • Fjárhagsáætlun og ákvörðun félagsgjalda
  • Umræður um skýrslur fastra nefnda
  • Kosning í stjórn og fastar nefndir
  • Skipan í fræðilega ritstjórn Iðjuþjálfablaðsins, stjórn Fræðslusjóðs og siðanefnd
  • Önnur mál

Boðið verður upp á léttar veitingar frá 19-20.

Vonumst til að sjá sem flesta félagsmenn.

Tillögur til lagabreytinga þurfa að hafa borist stjórn félagsins í síðasta lagi 15. febrúar n.k.

Við biðjum félagsmenn að staðfesta komu sína með því að skrá sig á viðburðinn sem gerður hefur verið á facebook. Smelltu HÉR. Þeir sem eru ekki á facebook geta skráð sig með því að senda skilaboð á sigl(hja)bhm.is