Fréttir

Atkvæðagreiðsla um kjarasamning IÞÍ og ríkis

14.4.2020

Við minnum alla þá félagsmenn sem starfa hjá ríki á að greiða atkvæði um kjarasamning þann sem undirritaður var við samninganefnd ríkisins þann 2. apríl síðastliðinn. Samkomulagið var kynnt á sérstökum zoomfundi þann 8. apríl og félagsmenn fengu öll gögn send í tölvupósti. Atkvæðagreiðslunni lýkur kl. 12:00 þann 17. apríl.