Fréttir

Aukaaðalfundur IÞÍ

16.3.2021

Kæra félagsfólk!

Um leið og við þökkum þátttökuna á aðalfundinum síðastliðinn föstudag þá boðum við hér til aukaaðalfundar líkt og kynnt var.

Dagskrá: 
Kosning fundarstjóra og fundarritara
1. Kosning í fræðslunefnd
2. Önnur mál

Fundurinn er opinn öllu skuldlausu félagsfólki, ekki þarf að skrá sig og við sendum ykkur hlekk þegar nær dregur.

Velkomið er að hafa samband ef þið viljið setja önnur mál á dagskrá en það er líka hægt að gera það í upphafi fundar.

Kveðja f.h. stjórnar,
Þóra Leósdóttir, formaður