Fréttir
Bréf til heilbrigðisráðherra
Vegna skipanar landsráðs um mönnun og menntun í heilbrigðisþjónustu
Formaður Bandalags háskólamanna og formenn fag- og stéttarfélaga heilbrigðisgreina innan bandalagsins sendu á dögunum bréf til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra þar sem gerð var alvarleg athugasemd við faglega einsleitni landsráðsins. Undirrituð óska eftir því að samráð sé haft við aðildarfélögin um þessi mál og að þverfagleg breidd verði höfð að leiðarljósi við skipan og vinnu ráðsins.
Hér má sjá bréfið í heild sinni.
Formaður IÞÍ
Þóra Leósdóttir