Fréttir

Desemberuppbót 2019

27.11.2019

27.11.2019

Þann 1. desember 2019 skal greiða desemberuppbót og miðast upphæðin við fullt starf.

Hjá ríkinu verður miðað við 92.000 kr., líkt og fram hefur komið í samningstilboðum SNR undanfarna mánuði.

Samband Íslenskra Sveitarfélaga hefur gefið út að greiða skuli sömu upphæð og árið 2018 eða 113.000 kr. og upphæðin verður svo leiðrétt síðar í samræmi við niðurstöðu kjarasamninga.

Reykjavíkurborg hefur gefið út eftir samþykkt í borgarráði að greiða skuli kr. 100.100 í desemberuppbót.