Fréttir

Fagráð IÞÍ skipað

4.6.2021

Stjórn IÞÍ leitaði til þeirra Guðrúnar Pálmadóttur Prófessors emerita við HA, Lindu Bjarkar Ólafsdóttur doktorsnema í fötlunarfræðum við HÍ og lektors við HA og Sólrúnar Óladóttur doktorsnema í fötlunarfræðum við HÍ og lektors við HA um að taka sæti í nýju þriggja manna fagráði félagsins. Þær tóku vel í erindið og hefur stjórn nú skipað fagráðið til tveggja ára hið minnsta. Nánari upplýsingar um nám og störf fulltrúanna má finna á vefsíðu Háskólans á Akureyri www.unak.is og vefsíðu um LIFE-DCY rannsóknarverkefnið.

Fagrad_-mynd

Um fagráð er fjallað í 17. grein laga IÞÍ sem samþykkt voru á aðalfundi 2021:
„Fagráð er þriggja manna og skipað af stjórn. Það er ráðgefandi fyrir stjórn, nefndir og hópa um fagleg málefni svo sem tengsl og samskipti við fræðasamfélög og námsstofnanir sem tengjast iðjuþjálfunarfaginu og rannsóknastarfi því tengdu. Einnig má leita til fagráðs varðandi umsagnir félagsins um frumvörp, þingsályktanir og annað sem tengist stjórnsýslu og stefnumótun. Fagráð getur ennfremur veitt ráðgjöf um efni sem birt er í nafni og á vegum félagsins.“

Þóra Leósdóttir formaður IÞÍ