Fréttir

Fagþróunarsjóður IÞÍ

Umsóknarfrestur er 1. nóvember 2025

14.10.2025

Frestur til að sækja um styrki í fagþróunarsjóð IÞÍ hefur verið framlengdur til 1. nóvember næstkomandi. Tilgangur sjóðsins er að efla framgang iðjuþjálfunar og styrkja innra starf félagsins

Styrkhæf verkefni teljast meðal annars rannsóknir, þróunarverkefni, fræðileg skrif, fræðslu- og kynningarefni og fleira sem stuðlað getur að framgangi iðjuþjálfunar. Með framgangi er átt við faglega þróun og þekkingu sem og upplýsingamiðlun um iðjuþjálfun meðal félagsmanna IÞÍ, annars fagfólks og almennings.

Skuldlausir félagar með fulla aðild eða fagaðild að IÞÍ, geta sótt um styrk úr fagþróunarsjóði. Félagar með nemendaaðild eiga ekki rétt á styrkjum úr sjóðnum.

Sjá nánar: https://www.ii.is/felagid/starfsemi/fagthrounarsjodur/