Fréttir
Félagsfundur IÞÍ 12. janúar
Kynning á drögum að nýjum lögum félagsins
Kæru félagsmenn,
Í haust sem leið skipaði stjórn félagsins lagabreytinganefnd sem fékk það verkefni að gera heildarendurskoðun á lögum IÞÍ. Nú er þeirri vinnu senn að ljúka og viljum við gjarnan kynna fyrir félagsmönnum þau drög sem eru tilbúin.
Því er boðað til félagsfundar þriðjudaginn 12. janúar kl. 12-13:30 á ZOOM.
Þeir sem ætla að taka þátt eru beðnir um að skrá sig hér: https://docs.google.com/forms/d/1K3GlvklhGKa8rphoVKlzBGWw-savEuotdinTfRecdgg/edit
Skráningarfrestur er kl. 16 þann 11. janúar 2021 og skráðir þátttakendur fá sendan hlekk á fundinn.
f.h. Lagabreytinganefndar
Þóra Leósdóttir, formaður