Fréttir

Framboðsnefnd BHM auglýsir

5.2.2021

Tilkynning framboðsnefndar er eftirfarandi:

Framboðsnefnd BHM hefur það hlutverk samkvæmt lögum bandalagsins að auglýsa eftir frambjóðendum í trúnaðarstörf innan þess. Framboðsnefnd leitar nú til aðildarfélaga bandalagsins eftir tilnefningum í eftirtalin embætti. Áhugasömu félagsfólki er bent á að hafa samband við sitt aðildarfélag fyrir 15. febrúar næstkomandi.

Kosning formanns BHM

Formaður BHM verður kosinn í rafrænni kosningu meðal fulltrúa á aðalfundi bandalagsins sem haldinn verður 27. maí 2021. Kosningin hefst tveimur vikum fyrir aðalfund og lýkur tveimur dögum fyrir fundinn. Kjörtímabil formanns er tvö ár.

Kosningar á aðalfundi BHM

Kosið verður í eftirtaldar stöður á aðalfundinum 27. maí:

  • Stjórn BHM: Tveir aðalmenn í stjórn BHM til tveggja ára og tveir varamenn til eins árs.
  • Kjara- og réttindanefnd: Tveir aðalmenn og tveir varamenn til tveggja ára.
  • Jafnréttisnefnd: Tveir aðalmenn og einn varamaður til tveggja ára.
  • Framboðsnefnd: Fimm aðalmenn og tveir varamenn til eins árs.
  • Stjórn Starfsmenntunarsjóðs: Einn stjórnarmaður til tveggja ára.

Kosningar á fulltrúaráðsfundum sjóða eða fundi formannaráðs BHM

Kosið verður í eftirtaldar stöður á fulltrúaráðsfundum sjóða eða á fundi formannaráðs BHM:

  • Stjórn Orlofssjóðs: Formaður, varaformaður, þrír meðstjórnendur og tveir varamenn, tveir skoðunarmenn reikninga og tveir varamenn. Kosið er í þessar stöður á fulltrúaráðsfundi sjóðsins til tveggja ára.
  • Stjórn Styrktarsjóðs: Formaður, varaformaður, þrír meðstjórnendur og tveir varamenn, tveir skoðunarmenn reikninga og tveir varamenn. Kosið er í þessar stöður á fulltrúaráðsfundi sjóðsins til tveggja ára.
  • Stjórn Sjúkrasjóðs: Formannaráð BHM kýs tvo stjórnarmenn samkvæmt tilnefningum aðildarfélaga.

Framboðsnefnd BHM

(af: www.bhm.is)