Fyrirlestur og aðalfundur IÞÍ
Stjórn IÞÍ boðar til fyrirlesturs og aðalfundar 30. mars 2022
Stjórn Iðjuþjálfafélags Íslands boðar til fyrirlesturs og aðalfundar þann 30. mars kl. 16:00 og 17:00. Hægt er að mæta í Borgartún 6, 4. hæð eða taka þátt gegnum fjarfund.
Dagskrá:
kl. 16:00: Hugvekja úr
Hamingjuhorninu, fyrirlestur Önnu Lóu Ólafsdóttur
kl. 16:45: Stutt
kaffihlé
kl. 17:00: Aðalfundur
a.
Fundur settur
b.
Skipan fundarstjóra og
fundarritara
c.
Staðfest lögmæti fundarins
d.
Skýrsla stjórnar
e.
Umræður um skýrslur fastra nefnda
f.
Endurskoðaðir reikningar félagsins
kynntir og bornir undir fundinn til samþykktar
g.
Fjárhagsáætlun stjórnar kynnt og
tillaga um félagsgjöld borin upp
h.
Lagabreytingar
i.
Kosningar: fulltrúar í stjórn, fulltrúar í fastar nefndir, fulltrúar í félagasamtök
sem IÞÍ á aðild að, tveir skoðunarmenn reikninga
j.
Skipan tilkynnt: stjórn fagþróunarsjóðs, stjórn siðanefndar, fræðileg ritstjórn
k.
Önnur mál
l.
Fundi slitið
Léttar veitingar í boði félagsins eftir aðalfundinn!
ATH! Samkvæmt
lögum IÞÍ á allt skuldlaust félagsfólk rétt til setu á aðalfundi. Vegna
fyrirkomulagsins er þó nauðsynlegt að skrá sig og munu þátttakendur fá sendan fundarhlekk
í tölvupósti. Skráningarfrestur er 30. mars kl. 12:00 á hádegi. Fundargögn
aðalfundar verða á innri vef heimasíðu félagsins. Þar er einnig að finna
félagatal og viljum við nýta tækifærið og minna félagsfólk á að tilkynna
breytingar á sigl@bhm.is
Skráning á
aðalfund IÞÍ 2022
Reykjavík 16. mars 2022, f.h. stjórnar IÞÍ
Þóra Leósdóttir, formaður