Fréttir

Hádegisfyrirlestur IÞÍ

Algild hönnun - jafnræði og tækifæri til samfélagsþátttöku

19.1.2022

Við hjá IÞÍ höfum fengið þær Sigrúnu Kristínu Jónasdóttur og Snæfríði Þóru Egilson iðjuþjálfa til liðs við okkur og þær munu halda erindi um algilda hönnun. Þær stöllur birtu nýlega grein um efnið í tímariti uppeldis og menntunar.

Heiti erindis: Algild hönnun - jafnræði og tækifæri til samfélagsþátttöku.

Lykilorð: Algild hönnun, jafnræði, stefnumótun, efnislegt og félagslegt umhverfi, notagildi, aðgengileiki.

Fyrirlesturinn er opinn öllu áhugasömu fólki og aðgengilegur á þessari slóð:
https://us02web.zoom.us/j/84910260784?pwd=eWZBRmNNSTZDMjJWTTJxWG56bm1iUT09

Meeting ID: 849 1026 0784
Passcode: 603171

Skráning: Á facebook síðu félagsins gegnum viðburðinn eða á sigl@bhm.is  
Þátttakendur eru beðnir um að vera stundvísir því erindið hefst á slaginu kl. 12:00.

Um fyrirlesarana:
Sigrún Kristín er lektor við iðjuþjálfunarfræðideild Háskólans á Akureyri. Hún lauk BS-prófi í iðjuþjálfunarfræði frá Háskólanum á Akureyri árið 2008 og doktorsprófi í iðjuvísindum frá Western University í Kanada árið 2019. Rannsóknir Sigrúnar hafa einkum beinst að stefnumótun, stjórnsýslukerfum og þjónustu sem móta tækifæri fatlaðs fólks til þess að komast um og taka þátt til jafns við aðra í samfélaginu.

Snæfríður Þóra er prófessor í fötlunarfræði við Háskóla Íslands. Hún lauk diplómaprófi í iðjuþjálfun í Osló árið 1981, meistaraprófi í iðjuþjálfun frá Háskólanum í San Jose í Kaliforníu árið 1994, og doktorsprófi í uppeldis- og menntunarfræði frá Háskóla Íslands árið 2005. Rannsóknir Snæfríðar hafa einkum beinst að lífsgæðum, samfélagsþátttöku, umhverfi og aðstæðum fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra.

Slóð á greinina í Tímariti uppeldis og menntunar:
https://ojs.hi.is/tuuom/article/view/3458/2087?fbclid=IwAR09MQSZ1et88V06bANvMEVQHFgmrV_qiOoQu3jHZqGcRUhMnsoKzcmEPig