Fréttir

Hádegisfyrirlestur: Sveigjanleiki grasrótarinnar

11.9.2020

Fimmtudaginn 24 september kl. 12:00 - 13:00 munu þær Auður Axelsdóttir og Svava Arnardóttir iðjuþjálfar hjá Hugarafli fjalla um um hvernig félagasamtökin náðu með ótrúlegum hraða að bregðast við breyttum aðstæðum vegna COVID-19. Starfsemin var að mestu færð yfir á fjarfundi, sjálfboðaliðateymi virkjuð, jafningjastuðningur aukinn og opið aðgengi var að þjónustu. Nýjum leiðum á borð við beint streymi á facebook var bætt við og Hugarafl kallað inn í geðráð hjá heilbrigðisráðuneytinu. 

Fyrirlesturinn verður haldinn í Borgartúni 6, fundarsal 4. hæð en einnig verður hægt að fylgjast með í streymi.

Skráning á viðburðinn á facebook eða á sigl@bhm.is

Hlökkum til að sjá ykkur!

Stjórn IÞÍ