Fréttir

Háskólahátíð 2021

Háskólinn á Akureyri brautskráir úr starfsréttindanámi í iðjuþjálfun

14.6.2021

Síðastliðinn föstudag útskrifuðust 10 kandídatar með viðbótardiplóma á meistarastigi til starfsréttinda í iðjuþjálfun og er það fyrsti hópurinn sem lýkur slíku námi samkvæmt nýrri námskrá Iðjuþjálfunarfræðideildar við HA. Eydís Kristín Sveinbjarnardóttir forseti Heilbrigðisvísindasviðs óskaði iðjuþjálfum til hamingju með að hafa hækkað menntunarstig iðjuþjálfa til framtíðar. Háskólahátíð fór fram dagana 11. og 12. júní og síðari daginn brautskráðust kandídatar úr grunnnámi skólans. Það má einnig geta þess að nú eru liðin 20 ár frá því að fyrstu iðjuþjálfarnir luku námi við HA en það var í júní 2001.

Við hjá IÞÍ óskum öllum þessum frábæru kandídötum innilega til hamingju með áfangann og árangurinn. Það er mikill fengur fyrir fag- og stéttarfélagið að fá þessa félaga til liðs við iðjuþjálfunarfagið hér á landi. Tveir kandítatar fengu viðurkenningu:

  • Andrea Björt Ólafsdóttir fékk viðurkenningu frá Iðjuþjálfafélagi Íslands fyrir hæstu einkunn í iðjuþjálfun, viðbótardiplóma til starfsréttinda
  • Sigfríður Arna Pálmarsdóttir hlaut viðurkenningu frá Sjúkrahúsinu á Akureyri, endurhæfingardeild Kristnesi, fyrir hæstu meðaleinkunn úr BS námi í iðjuþjálfunarfræði

Sjá nánar á fréttavef Háskólans á Akureyri