Fréttir

Jólakveðja frá formanni

18.12.2025

Kæra félagsfólk!

Ég óska ykkur öllum gleðilegrar hátíðar ljóss og friðar. Þakka samstarfið á árinu sem er að líða. Sérstakar þakkir fá fulltrúar í stjórnum, nefndum og ráðum félagsins - ykkar framlag er ómetanlegt og grunnur að sterku og lifandi fag- og stéttarfélagi.

Við erum stolt af sögu og þróun Iðjuþjálfafélags Íslands og hlökkum til að fagna með ykkur á afmælisárinu 2026. Megi það færa iðjuþjálfum gleði og ný tækifæri!

Aðalfundur félagsins er ráðgerður 19. mars kl. 17:15 - við hefjum þó leikinn kl. 16:00 með fræðsluerindi líkt og venja er. Aðalfundurinn verður í Borgartúni 27, 3. hæð og í fjarfundi. Léttar veitingar og samvera á eftir.

Iðjuþjálfaþing með afmælisívafi er ráðgert 23. október allan daginn á Hilton Reykjavík.

Þóra Leós formaður