Fréttir

Kjarasamningur IÞÍ og SFV samþykktur

26.6.2020

Félagsmenn IÞÍ sem starfa hjá stofnunum innan Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) samþykktu nýgerðan kjarasamning en atkvæðagreiðslu lauk á hádegi í dag. Kosningaþátttaka var tæp 64% og fjöldi á kjörskrá alls 44.

Alls 24 sögðu já, tveir sögðu nei og auð atkvæði voru 2.

Samkomulagið er þannig samþykkt með afgerandi meirihluta eða 92,31% þeirra sem greiddu atkvæði. Samningur þessi er samhljóða þeim sem gerður var við ríkið í apríl síðast liðnum.