Fréttir

Kulnun - hvað höfum við lært?

26.5.2020

VIRK, Embætti landlæknis og Vinnueftirlit ríkisins bjóða upp á eftirmiðdagsfund með Christinu Maslach, prófessor við Berkleyháskóla í Kaliforníu og einum helsta sérfræðingi heims í vinnutengdri kulnun á netinu þriðjudaginn 26. maí kl. 15.00.

Linda Bára Lýðsdóttir, doktor í sálfræði og sviðsstjóri hjá VIRK, fer yfir stöðuna á Íslandi í byrjun fundarins sem verður streymt á vefsíðum stofnanna þriggja.

Erindi Maslach verður á ensku. Áhorfendum mun gefast kostur á að senda inn fyrirspurnir með tölvupósti til fundarstjóra.

Allar nánari upplýsingar á viðburði á fb og heimasíðu VIRK: https://www.virk.is/is/virk/frettir/heimili-eda-vinnustadur-hvar-brennur-kulnun-heitast-