Fréttir

Alþjóðadagur Iðjuþjálfunar og málþing

27.10.2018

Kæru félagsmenn innilega til hamingju með daginn okkar, við hvetjum félagsmenn til að vekja athygli á störfum sínum í dag því iðjuþjálfar eru að gera svo margt áhugavert og skemmtilegt! Í tilefni af alþjóðadeginum verður haldið málþing fyrir félagsmenn Iðjuþjálfafélags föstudaginn 9. nóvember næstkomandi. 
Dagskrá hefst stundvíslega kl: 15:00 í fundarsal BHM á 4. hæð í Borgartúni 6. Boðið verður upp á léttar veitingar í hléi og að loknu málþingi. Húsið lokar klukkan 18:00 og bendum við félagsmönnum á að hægt er að sameinast t.d. á Kex hostel að loknu málþingi.
Málþinginu verður streymt á vef BHM fyrir þá sem sjá sér ekki fært að mæta.

Dagskrá:
15:00 - 15:10 - Setning málþings
15:10 - 15:25 - Hulda Þórey Gísladóttir: Þróun vettvangsnáms í nýrri námsskrá: Samvinna - fjöregg okkar allra
15:30 – 15:45 - Guðrún Pálmadóttir: Athafnir og þátttaka eldri borgara - Lýðgrunduð rannsókn á sunnanverðum Vestfjörðum
15:50 – 16:05 - Berglind Indriðadóttir: Aldraðir innflytjendur
16:05 - 16:25 - Hlé
16:30 - 16:45 – Hólmdís Fr. Methúsalemsdóttir: Komdu út að leika - þátttaka og reynsla af evrópsku samstarfi
16:50 – 17:05 – Elsa Sigríður Þorvaldsdóttir: Kynning á 6 mánaða endurhæfingarúrræði fyrir ungt fólk - Hvati

Við hvetjum félagsmenn til að skrá sig á viðburðinn með því að merkja “going” svo hægt sé að sjá fjöldann.