Fréttir

Málþing: Iðjuþjálfun í verki

5 nóvember kl. 15:00-17:00

29.10.2025

Samkvæmt hefðinni stendur fræðslunefnd IÞÍ fyrir málþingi í samstarfi við stjórn félagsins í tilefni af alþjóðlegum degi iðjuþjálfunar. Yfirskriftin í ár er „Iðjuþjálfun í verki“ og hefst málþingið kl. 15:00 í Borgartúni 27, 2. hæð. Málþingið verður bæði stað- og fjarfundi. Fjögur spennandi erindi verða á dagskráni sem sjá má hér að neðan.

Nauðsynlegt er að skrá sig á viðburðinn með því að fara inn á hlekkinn hér

15:00 – 15:05 Málþingið sett

15:05 – 15:30

Iðjuþjálfun hjá Akureyrarklíníkinni. Eva Snæbjarnardóttir og Kristín Brynja Árnadóttir



15:30 – 15:55 Þegar geitabóndi og iðjuþjálfi taka höndum saman: Áskoranir og tækifæri í nýsköpun. Sonja Stelly Gústafsdóttir og Susanne Lintermann

15:55 – 16:10

Kaffihlé

16:10 – 16:35

Þjálfun og stuðningur í eftirfylgd eftir þverfaglega endurhæfingu. Erindi sem byggir á meistararannsókn í stafrænni Heilbrigðistækni. Frá Háskólanum í Reykjavík. Hrefna Óskarsdóttir

16:35 – 17:00

Reynsla þátttakenda af námskeiðinu Redesigning Daily Occupation

(ReDO®-16) á Reykjalundi. Kynning á meistararannsókn í Heilbrigðisvísindum við Háskólann á Akureyri. Herdís Halldórsdóttir

17:00

Málþingi slitið