Fréttir
Málþing IÞÍ 2025
Í tilefni af alþjóðlegum degi iðjuþjálfunar verður haldið málþing þann 5. nóvember, á vegum fræðslunefndar IÞÍ líkt og hefð er fyrir. Yfirskrift málþingsins verður „Iðjuþjálfun í verki“.
Fræðslunefnd kallar nú eftir erindum. Óskað er eftir iðjuþjálfum sem vilja kynna rannsóknir, verkefni, störf eða nýjungar sem ríma við yfirskrift dagsins.
Vinsamlegast sendið ágrip eða lýsingu á efni og titil á fyrirlestri á netfangið idjuthjalfafelag@ii.is merkt ágrip 2025 fyrir 17. október næstkomandi.
Málþingið verður blanda af staðfundi og fjarfundi, nánar auglýst síðar.
Bestu kveðjur,
Stjórn og fræðslunefnd IÞÍ.