Fréttir

Margrét kvödd

fyrrum framkvæmdastjóri þjónustuskrifstofu SIGL lætur af störfum

2.6.2021

Þann 29. maí síðastliðinn héldu SIGL félögin kveðjukaffi til heiðurs fyrrum framkvæmdastjóra þjónustuskrifstofunnar og þar var margt um manninn. Margrét Eggertsdóttir lauk störfum sem framkvæmdastjóri í apríl á síðasta ári en sökum COVID var ekki hægt að bjóða til samsætis fyrr en nú. Þjónustuskrifstofa SIGL var sett á laggirnar haustið 2003 og var Margrét „siglingastjórinn“ frá upphafi vega. Hún byggði starfsemina upp frá grunni í góðri samvinnu við formenn félaganna fjögurra: Sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa, geislafræðinga og lífeindafræðinga. 

Við hjá Iðjuþjálfafélagi Íslands þökkum Margréti innilega og af hjartans hug fyrir samstarfið og óskum henni velfarnaðar í lífi og leik.